
Framkvæmdir við Dalskóla í Úlfarsárdal ganga vel og gera áætlanir ráð fyrir að fyrsta hluta í uppsteypu grunnskólans ljúki í október. Í ágúst var lokið við að steypa veggi fyrstu hæðar skólans og byrjað að steypa loftaplötu. Byggingin tekur á sig sterkari mynd næsta mánuðinn þegar efri hæðin rís.

Grunnskólinn verður tekinn í notkun að hluta til að ári eða haustið 2018, en fyrir ári síðan var leikskólahúsnæðið tekið í notkun og nýtir skólinn það fyrst i stað fyrir grunnskólanema

Samið var við Munck Ísland (LNS Saga) fyrir þennan verkhluta og var samningsupphæð uppá kr. 1.080.448.674.
Heimild: Reykjavík.is