Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Uppbygging Dalskóla í Úlfarsárdal gengur vel

Uppbygging Dalskóla í Úlfarsárdal gengur vel

313
0
Uppsteypa skólabyggingar gengur vel og strax í kjölfarið hefst vinna við innanhússfrágang. Mynd: Reykjavík.is

Framkvæmdir við Dalskóla í Úlfarsárdal ganga vel og gera áætlanir ráð fyrir að fyrsta hluta í uppsteypu grunnskólans ljúki í október. Í ágúst var lokið við að steypa veggi fyrstu hæðar skólans og byrjað að steypa loftaplötu.  Byggingin tekur á sig sterkari mynd næsta mánuðinn þegar efri hæðin rís.

<>
Mynd: Reykjavík.is

Grunnskólinn verður tekinn í notkun að hluta til að ári eða haustið 2018, en fyrir ári síðan var leikskólahúsnæðið tekið í notkun og nýtir skólinn það fyrst i stað fyrir grunnskólanema

Mynd: Reykjavík.is

Samið var við Munck Ísland (LNS Saga) fyrir þennan verkhluta og var samningsupphæð uppá kr. 1.080.448.674.

Heimild: Reykjavík.is