Home Fréttir Í fréttum Verið er að byggja við nýtt torg á Klambra­túni

Verið er að byggja við nýtt torg á Klambra­túni

313
0
Mynd: Skjáskot af Mbl.is

Setstall­arn­ir sem verið er að byggja við nýtt torg á Klambra­túni eru gerðir úr sjón­steypu en hún er eitt helsta ein­kenni Kjar­valsstaða. Fram­kvæmd­ir eru í full­um gangi en áætlan­ir gera ráð fyr­ir að torgið verði til­búið í næsta mánuði.

<>

Torgið sem er hannað af Lands­lagi arki­tekt­um er þannig hannað með hliðsjón af safn­inu sem var teiknað af Hann­esi Kristni Davíðssyni og er í miklu upp­á­haldi hjá mörg­um. Ólöf Krist­ín Sig­urðardótt­ir, safn­stjóri Lista­safns Reykja­vík­ur, seg­ir til­komu torgs­ins tengja safnið bet­ur við Klambra­tún og að í framtíðinni muni það verða nýtt í starf­semi safns­ins.

Heimild: MBl.is