Home Fréttir Í fréttum Skeiðar­ár­brú tek­in úr notk­un

Skeiðar­ár­brú tek­in úr notk­un

290
0
Morsár­brú fram­ar á mynd­inni og Skeiðar­ár­brú í bak­sýn. Vega­gerðin/​Anna Elín Jó­hanns­dótt­ir

Í vik­unni var um­ferð hleypt á nýja brú yfir Morsá á Skeiðar­ársandi og er því ekki leng­ur ekið yfir lengstu brú lands­ins Skeiðar­ár­brú þegar ekið er eft­ir þjóðveg­in­um. Er nýja brú­in 68 metra löng og tví­breið, en Skeiðar­ár­brú er 880 metra löng og ein­breið með tví­breiðum út­skot­um þar sem bíl­ar gátu mæst.

<>
Brúin yfir Morsá.
Brú­in yfir Morsá. Vega­gerðin/​Anna Elín Jó­hanns­dótt­ir

Á vef Vega­gerðar­inn­ar kem­ur fram að þegar vatn hafi farið að renna í vest­ur og ekki leng­ur í far­veg Skeiðarár hafi orðið ljóst að ekki var leng­ur þörf á Skeiðar­ár­brú sem hafi áður verið gríðarlega mik­il­væg­ur hlekk­ur í teng­ingu þjóðveg­ar­ins á Suðaust­ur­landi. Þegar Vatna­jök­ull fór að hopa hafi vatnið farið annað og því var byggð brú yfir Morsá, en það er bergvatnsá sem eft­ir stend­ur.

Brú­in langa var opnuð árið 1974 og þá Hring­veg­ur­inn um leið þar sem áður var eng­inn veg­ur. Að hluta til var verk­efnið sem fólst í fleiri brúm og vega­gerð fjár­magnað með til­stuðlan al­menn­ings sem keypti happ­drætt­ismiða í því skyni. Ríkið gaf út happ­drætt­is-skulda­bréf til tíu ára, og tók þannig lán hjá al­menn­ingi sem átti einnig mögu­leika á happ­drætt­is­vinn­ingi.

Brú yfir Morsá. Skeiðarárbrú til vinstri.
Brú yfir Morsá. Skeiðar­ár­brú til vinstri. Vega­gerðin/​Anna Elín Jó­hanns­dótt­ir

Í fyrra byggði brú­ar­vinnu­flokk­ur Vega­gerðar­inn­ar 68 metra langa eft­ir­spennta bita­brú yfir Morsá. Nýr Hring­veg­ur og brú um Morsá er um 2,9 km að lengd og leys­ir af hólmi Skeiðar­ár­brú. Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um framtíð Skeiðar­ár­brú­ar.

Nýja brúin yfir Morsá.
Nýja brú­in yfir Morsá. Vega­gerðin/​Anna Elín Jó­hanns­dótt­ir
Heimild: Mbl.is