Home Fréttir Í fréttum Há­tækni­vöru­hús rís í Korn­görðum

Há­tækni­vöru­hús rís í Korn­görðum

305
0
Tölvu­teikn­ing af nýja vöru­hús­inu. Innn­es mun flytja í nýja húsið að Korn­görðum 3. Mbl.is

Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, tók í gær fyrstu skóflu­stungu að nýju há­tækni­vöru­húsi sem rísa mun að Korn­görðum 3 í Sunda­höfn.

<>

Það er Dals­nes ehf sem bygg­ir hús­næðið og mun það meðal ann­ars hýsa starf­semi Innn­es ehf og fleiri fyr­ir­tækja. Starf­semi Innn­es verður þannig sam­einuð und­ir eitt þak, en starf­sem­in er á fjór­um stöðum í dag, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

„Hús­næðið er með 3 millipöll­um en í hús­inu verða frysti- og kæligeymsl­ur ásamt þurr­vörula­ger. Í hús­næðinu verður komið fyr­ir sjálf­virk­um vöru­húsa­búnaði, sem er fyrsti sinn­ar teg­und­ar á Íslandi og mun allri frysti- og þurr­vöru sem hýst er í vöru­geymsl­unni verða stýrt með hon­um,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

Nýja hús­næðið mun auðvelda Innn­es og þeim fyr­ir­tækj­um er nýta vöru­húsið, að upp­fylla skuld­bind­ing­ar sín­ar um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda en staðsetn­ing húss­ins mun auðvelda vöru­streymi til og frá hús­inu í framtíðinni til muna,  seg­ir í til­kynn­ingu, þar sem skipa­fé­lög, flutn­ings­fé­lög og stærstu viðskipta­vin­ir fyr­ir­tækj­anna eru í næsta ná­grenni við nýja hús­næðið.

Magnús Óli Ólafsson, Gísli Gíslason og Ólafur Björnsson við fyrstu ...
Magnús Óli Ólafs­son, Gísli Gísla­son og Ólaf­ur Björns­son við fyrstu skóflu­stung­una.
Heimild: MBL.is