Home Fréttir Í fréttum Íspan selt til Aust­ur­bergs ehf

Íspan selt til Aust­ur­bergs ehf

148
0
Nýr eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins Íspan er fé­lagið Aust­ur­berg ehf. Mynd/Í​span

Fé­lagið Aust­ur­berg ehf. hef­ur keypt fyr­ir­tækið Íspan ehf., en það hef­ur sér­hæft sig í fram­leiðslu og sölu á gleri og spegl­um. Íspan var stofnað árið 1969 og starfa hjá fé­lag­inu að jafnaði um 30 manns í fram­leiðslu- og sölu­deild.

<>

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu kem­ur fram að sölu­ferli fé­lags­ins hafi haf­ist í maí og var niðurstaða þess að ganga til samn­inga við Aust­ur­berg. Um­sjón sölu­ferl­is­ins var í hönd­um Deloitte sem jafn­framt var ráðgjafi selj­enda en Ernst & Young og Local lög­menn voru ráðgjaf­ar kaup­anda. Af­hend­ing fé­lags­ins hef­ur farið fram. Ekki kem­ur fram hvert kaup­verð fé­lags­ins var.

Haft er eft­ir Ein­ari Þór Harðar­syni, sem er í for­svari fyr­ir Aust­ur­berg, að mark­mið kaup­enda sé að halda áfram nú­ver­andi starf­semi og þróa fé­lagið til framtíðar. „Að baki Aust­ur­bergs er fjöl­skylda, þannig að Íspan verður áfram fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki. Íspan bygg­ir á göml­um og góðum grunni, fram­leiðir gæða vör­ur á Íslandi, fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður,” er haft eft­ir hon­um.

Heimild: Mbl.is