Home Fréttir Í fréttum Loka Vegamótum vegna framkvæmda í nágrenni

Loka Vegamótum vegna framkvæmda í nágrenni

146
0
Mynd: Visir.is/ Einar Árnason

Veitinga- og skemmtistaðurinn Vegamót lokar í byrjun október vegna tíma- og plássfrekra framkvæmda fyrir framan staðinn. Óli Már Ólason, eigandi Vegamóta, segir að framkvæmdirnar hafi gjörbreytt rekstrinum.

<>

„Síðan framkvæmdirnar hófust hefur þetta verið allt annar rekstur og það hefur verið miklu minni sala. Þessar framkvæmdir halda áfram að minnsta kosti í eitt ár í viðbót. Þá er ekki grundvöllur fyrir því að reka staðinn í þeirri mynd sem hann er í í dag,“ segir Óli.

Þá telur hann ámælisvert að borgaryfirvöld geti farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna.

„Mér finnst skrýtið að hægt sé að loka svona götu í meira en ár þar sem fólk er með atvinnurekstur. Götunni er lokað og byggingakrani settur beint fyrir framan veitingastaðinn,“ segir Óli Már. „Þetta ætti að vera gert í samvinnu við þau fyrirtæki sem eru í nágrenninu.“

Heimild: Visir.is