Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýtt hverfi rís í Glaðheim­um við Linda­hverfi í Kópa­vogi

Nýtt hverfi rís í Glaðheim­um við Linda­hverfi í Kópa­vogi

599
0
Mynd: Mbl/Árni Sæberg

Nýtt hverfi rís í Glaðheim­um við Linda­hverfi í Kópa­vogi þar sem áður voru reiðhöll og hest­hús Hesta­manna­fé­lags­ins Gusts. Búið er að smíða vefsíðu sem lýs­ir hverf­inu á mynd­ræn­an hátt og ger­ir vænt­an­leg­um kaup­end­um kleift að skoða sig um áður en verk­inu lýk­ur.
Fyr­ir tveim­ur og hálfu ári var greint frá áform­um um að reisa nýtt hverfi við Linda­hverfi, aust­an Reykja­nes­braut­ar og Smára-hverf­is. Í hverf­inu rísa tíu fjöl­býl­is­hús í fyrsta áfanga af þrem­ur en næsti áfangi er þegar í und­ir­bún­ingi. Þegar upp er staðið verða íbúðirn­ar í nýja hverf­inu 500 tals­ins.

<>

„Fram­kvæmd­ir ganga mjög vel. Við höf­um lagt mikla áherslu á að þessi áfangi verði kláraður á svipuðum tíma til þess að minnka rask í Lind­ar­hverf­inu. Eft­ir ár verður fyrsti áfangi langt kom­inn og inn­an fárra ára ætti allt hverfið að vera risið,“ seg­ir Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, formaður skipu­lags­ráðs Kópa­vogs­bæj­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Kynna hverfið mynd­rænt

Markaðsstofa Kópa­vogs og fram­kvæmd­araðilar sem koma að upp­bygg­ing­unni kynna í dag vefsíðuna gla­dheima­hverfid.is þar sem finna má ýms­ar upp­lýs­ing­ar um Glaðheima. Þar er gagn­virk og þrívíð tölvu­teikn­ing af hverf­inu sem ger­ir kaup­end­um kleift að fara í út­sýn­is­ferð. Einnig má finna upp­lýs­ing­ar um alla þjón­ustu í ná­grenn­inu, til að mynda skóla og tóm­stund­ir.

„Þessi heimasíða er sam­starfs­verk­efni þar sem bær­inn og fram­kvæmdaaðilar taka sig sam­an og kynna hverfið sam­eig­in­lega. Kópa­vogs­bæ er þátt­tak­andi í þessu sam­starfi til þess að auka þjón­ust­una við þá sem vilja flytja í Kópa­vog þar sem við leggj­um áherslu á að all­ar upp­lýs­ing­ar um ná­grennið og þjón­ustu séu aðgengi­leg­ar,“ seg­ir Theo­dóra.

Hún seg­ir að það geti verið gagn­legt fyr­ir vænt­an­lega kaup­end­ur að hafa yf­ir­sýn yfir alla þjón­ustu í grennd­inni, hvort sem um sé að ræða skóla­mál, tóm­stund­ir eða sam­göng­ur.

„For­eldr­ar vilja til dæm­is vita hversu langt er í skól­ann, hvernig göngu­leiðirn­ar eru, hvernig skóla­akstri er háttað og fleira. Við lít­um á þetta sem aukna þjón­ustu, það mætti gera meira af þessu fyr­ir önn­ur hverfi í Kópa­vogi.“

Glaðheimahverfið samkvæmt tölvuteikningu.
Glaðheima­hverfið sam­kvæmt tölvu­teikn­ingu. Tölvu­teikn­ing/​ONNO

Grunnþjón­usta í göngu­færi

Í fyrsta áfanga rísa ein­ung­is fjöl­býl­is­hús með 300 íbúðum en í öðrum áfanga rís blönduð byggð nær Reykja­nes­braut­inni og að sögn Theo­dóru er lagt upp með að öll grunnþjón­usta sé í göngu­færi.

„Glaðheim­ar rísa í grónu hverfi þar sem öll þjón­usta er til staðar. Hér eru heilsu­gæslu, lækna­vakt, bank­ar og bíó og önn­ur þjón­usta og nán­ast allt í göngu­færi. Þetta er til­valið svæði fyr­ir þétt­ingu byggðar.

Að sögn Theo­dóru er lögð sér­stök áhersla á að út­lit þorps­ins verði sam­rýmt. Allt efn­is­val, til dæm­is hell­ur á gang­stétt­um og inn­keyrsl­um, verður sam­rýmt, bæði hvað varðar bæj­ar­landið og lóðir fjöl­býl­is­hús­anna. Hún seg­ir að hverfið verði um­hverf­i­s­vænt með til­liti til lýs­ing­ar og sorp­mála og að tengj­um fyr­ir raf­bíla verði komið fyr­ir í ein­hverj­um mæli.

Heimild: Mbl.is