Home Fréttir Í fréttum Ístak með þriðja verkið á Hörpureitnum

Ístak með þriðja verkið á Hörpureitnum

177
0
Mynd: Vb.is

Samið hefur verið við Ístak um uppsteypu á íbúðum og verslunum á Hörpureitnum við Austurbakka 2.

<>

Samið hefur verið við Ístak um uppsteypu á íbúðum og verslunum á Hörpureitnum við Austurbakka 2.  Þetta er þriðja verkið sem Ístak fær á þessari lóð, en auk þessa verks er Ístak einnig með jarðvinnu við sömu byggingu og þá sér fyrirtækið um uppsteypu á Marriott hótelinu að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Ístak.

Verkið hefst nú í september og stendur til að ljúka því í desember 2018.  Verkefnastaðan hjá Ístaki er mjög góð um þessar mundir og starfsmenn eru um 350 talsins.

Nýverið var greint frá því að BM Vallá hafi hafið framkvæmdir við stórt Marriot hótel á Hörpureitnum. Byrjað var að steypa grunn í holuna sem stóð óhreyfð í fjölda ára. Aðalverktaki framkvæmdanna á Hörpureitnum er Ístak ehf. en um er að ræða 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott hótel.

Heimild: Vb.is