Home Fréttir Í fréttum Ekki leyfilegt að ráðast í byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ

Ekki leyfilegt að ráðast í byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ

74
0
Reykjanesbær

Töluverðar umræður hafa skapast, í lokuðum hópi íbúa í Keflavík, um fyrirhugaðr framkvæmdir við byggingu fimm hæða fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ, en málið kom fyrst upp árið 2008, þegar fyrirtækið Kaldalón eignaðist umræddar byggingar og hóf vinnu við breytingar á deiliskipulagi svæðisins.

Vallargata , Reykjanesbæ Mynd: Skjáskot ja.is

Íbúar í Reykjanesbæ mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulaginu, á sínum tíma, meðal annars vegna þess að þeir töldu að með fyrirhugaðri byggingu myndu sum hús lenda í skugganum af henni og aðrir höfðu áhyggjur af skertu útsýni með tilkomu þess, auk þess sem fyrirhugaðar byggingar voru taldar munu áhrif á heildarmynd hverfisins og aukna umferð með fjölgun íbúa.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti tillögur fyrirtækisins árið 2008, en með þeim skilyrðum þó að byggingar á svæðinu yrðu ekki hærri en þrjár hæðir. Gunnar Ottósson, skipulagsstjóri Reykjanesbæjar sagði í samtali við Suðurnes.net að samkvæmt núgildandi deiliskipulagi væri ekki heimilt að rífa umrædd hús við Vallargötu, og sagði endurskoðað deiliskipulag fyrir svæðið vera í vinnslu. Þá sagði Gunnar að líklegt væri að að minnsta kosti annað þessara húsa félli undir húsfriðunarlög þar sem það væri orðið yfir 100 ára gamalt.

Heimild: Sudurnes.net

Previous articleMyndir frá framvindu Vaðlaheiðarganga
Next articleÍstak með þriðja verkið á Hörpureitnum