Home Fréttir Í fréttum Vífilsstaðaland-Samkeppni um rammaskipulag

Vífilsstaðaland-Samkeppni um rammaskipulag

108
0
Vífilsstaðir

Garðabær efnir til framkvæmdasamkeppni um tillögu að rammaskipulagi Vífilsstaðalands. Svæðið sem samkeppnin nær til er um 350 ha að flatarmáli og liggur austan Reykjanesbrautar. Innan svæðisins er Hnoðraholt, Vetrarmýri, Smalaholt, Rjúpnahæð, Vífilsstaðir og Vífilsstaðahraun. Svæðið er skilgreint sem þróunarsvæði í tillögu að Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nú er á lokastigi skipulagsferlis. Innan þess er gert ráð fyrir íbúðarbyggð, íþróttasvæði, golfvelli, útivistarsvæðum, verslun- og þjónustu og kirkjugarði.

<>

Markmiðið með samkeppninni er að laða fram hugmyndir að heildarsýn fyrir samkeppnissvæðið og móta framtíðarstefnu um uppbyggingu þess í rammaskipulagi sem síðar er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir gerð deiliskipulagsáætlana innan svæðisins. Samkeppnin er framkvæmdasamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og skilafrestur er til 20. nóvember 2017. Rétt til þátttöku hafa félagar í Arkitektafélagi Íslands, Skipulagsfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra landslagsarkitekta og aðrir þeir sem rétt hafa til skipulagsgerðar skv.gr.2.5. í skipulagsreglugerð 90/2013. Einnig nemendur í arkitektúr, skipulagsfræðum og landslagsarkitektúr og skulu þeir tryggja sér löggiltan samstarfsaðila.

Aðgengi að verkefnisvef þar sem öll ítargögn verður að finna verður afhent af trúnaðarmanni gegn skráningu til þátttöku frá 29. ágúst. Aðgengi að verkefnisvef þar sem öll ítargögn er að finna er afhent af trúnaðarmanni gegn skráningu til þátttöku ai@ai.is.

Frekari upplýsingar um samkeppnina er að finna hér.

Heimild: AI.is