Home Fréttir Í fréttum Umferðarmálin í miðborginni: Stefnt til austur í lok vinnudags í Reykjavík

Umferðarmálin í miðborginni: Stefnt til austur í lok vinnudags í Reykjavík

172
0
Mynd: Mbl.is

Þessi mynd er í Morgunblaðinu í morgun. Hún var tekin síðdegis í gær. Allir sitja fastir í umferðinni á leið heim úr vinnunni.

<>

Þrátt fyrir þetta ástand ætla skipulagsyfirvöld að auka atvinnuhúsnæði á Landspítalalóðinni, hægra megin á myndinni, um meira en 200.000 fermetra án neinna teljandi úrbóta í gatnakerfinu.

Vissulega eru áform um Borgarlínu þarna, en hún verður þá full af farþegum í aðra áttina.

Svo á “Fluglestin” að enda þarna. Og þar sem hún endar þarf að vera aðstaða fyrir þúsundir bílaleigubíla og bíla þeirra sem hyggjast taka fluglestina til Keflavíkur. Allir þeir bílar þurfa á götum að halda. Þarf ekki að ræða þetta allt og skoða betur?

Heimild: Facebooksíða Hilmar Þór Björnsson arkitekt

.