Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Akraneskaupstaður skrifar undir verksamning við Ístak vegna heitar laugar á Langasandi

Akraneskaupstaður skrifar undir verksamning við Ístak vegna heitar laugar á Langasandi

225
0
Mynd: Akranes
Byggð verður heit laug á þremur hæðum við Langasand á Akranesi. Í fréttatilkynningu frá Ístaki kemur fram að laugin muni bera nafnið Guðlaug. Akraneskaupstaður og Ístak hafi undirritað samninga um verkið. Það felst í uppsteypu á laugarmannvirki við Langasand ásamt tilheyrandi jarðvinnu og frágangi umhverfis.

Laugin verður í brimvarnargarðinum á Langasandi. Laugin verður á þremur hæðum Á fyrstu hæðinni verður grunn vaðlaug. Á annarri hæð verður heit setlaug og sturtur og á þriðju hæð verður svo útsýnispallur.

<>

Framkvæmdir hefjast á næstu dögum og gert er ráð fyrir að laugin verði tilbúin í lok júní á næsta ári.

Heimild: Ruv.is