„Umferðaröngþveitið vegna byggingaatsins á hafnarsvæðinu er geigvænlegt. Túristar eru þarna án gangstétta, eins og mý á mykjuskán innan um þungaumferðina. Lögregla og borgaryfirvöld virðast ekki skipta sér af þessu.“
Þetta segir Örnólfur Hall arkitekt í skilaboðum sínum til DV en hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur vegna byggingaframkvæmda við hafnarsvæðið í Reykjavík. Tók Örnólfur nokkrar myndir af svæðinu og merkti inn á þær vísbendingar um hættuna sem hann telur skapast þarna á svæðinu. Örnólfur segir enn fremur:
„Öllu ægir saman: gangandi (skeiðandi) túristar (líka með barnavagna og smábörn), fólksbílar, rútur, bensín – og olíuflutningabílar, stórar þungavinnuvélar og flutningatrukkar nota sömu göngubrautarlausar göturnar.“
Heimild: DV.is