Home Fréttir Í fréttum Byggingarisi hagnast um milljarð: “Tækifærin eru á Suðurnesjum”

Byggingarisi hagnast um milljarð: “Tækifærin eru á Suðurnesjum”

80
0

Hagnaður verktakafyrirtækisins BYGG hefur aukist um 794% á fjórum árum, úr 115 milljónum króna í rúman einn milljarð. Forsvarsmaður fyrirtækisins segir tækifærin meðal annars vera á Suðurnesjum, en fyrirtækið festi kaup á lóðum undir 500 íbúðir í umdeildu útboði Landsbankans á eignum Miðlands ehf.

<>

Þá hefur eigið fé BYGG margfaldast frá árinu 2013 til 2016 eða úr 607 milljónum króna í tæpa þrjá milljarða, er þar um að ræða 392% aukningu. Handbært fé í enda árs hefur einnig aukist úr 50 millj­ ónum í 182 milljónir á sama tímabili.

Eigandi fyrirtækisins segir tækifærin liggja á Suðurnesjum og að fyrirtækið vinni að byggingu 500 íbúða í Reykjanesbæ. “Við erum vel settir með lóðir og keyptum m.a. nýverið 500 lóðir í Keflavík þar sem við munum reisa 500 íbúðir sem verða boðnar til sölu á almennum markaði.” Segir Gylfi Héðinsson, eigandi fyrirtækisins, í umfjöllun Viðskiptablaðsins um rekstur BYGG.

Fengu lóðirnar eftir umdeilt útboð

Söluferlið fór fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og var öllum opið sem uppfylltu hæfismat og gátu sýnt fram á 300 milljón króna fjárfestingargetu.

Fjögur óskuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í fyrri hluta söluferlisins sem lauk 26. október og þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í seinni hlutanum sem lauk 30. nóvember. Afhending og greiðsla fyrir hlutaféð hefur farið fram.

Leynd hvíldi yfir niðurstöðum útboðsins, en bankinn hefur ekki viljað svara fyrirspurnum varðandi útboðsferlið, tímamörk eða bjóðendur, að öðru leyti en því að BYGG var kaupandinn og upphæð kaupverðs.

Kaupverð er 651 milljón króna (heildarvirði, e. enterprise value) en auk þess mun BYGG inna af hendi viðbótargreiðslu til Hamla, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.“

Hafa fengið um 100 milljarða afskrifaða

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars var áberandi á verktakamarkaði fyrir hrun og hefur á undanförnum árum byggt yfir 2.400 íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið hefur einnig byggt fyrir Félag eldri borgara og Húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi.

Eigendur fyrirtækisins, þeir Gunnar Þorláksson byggingarmeistari, og Gylfi Héðinsson múrarameistari, voru töluvert í fréttum á árunum eftir hrun, en samkvæmt þeim fréttum hafa um það bil hundrað milljarðar króna verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækjanets þeirra

Heimild: Sudurnes.net