Home Fréttir Í fréttum Hafnarfjarðarbær: Tilboð lögaðila opnuð í lóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga

Hafnarfjarðarbær: Tilboð lögaðila opnuð í lóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga

106
0

Í morgun klukkan tíu voru opnuð tilboð frá lögaðilum í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, sem auglýstar voru í sumar. Alls bárust tilboð frá 10 lögaðilum en þau voru lesin upp í morgun að viðstöddum fulltrúum nokkura bjóðenda.

<>

Á sama tíma rann út frestur einstaklinga til að skila inn tilboðum í einbýlishúsalóðir og parhúsalóðir en rúmlega 40 umsóknir bárust í 13 lausar lóðir þannig að tilboðin eru fleiri en lóðaframboðið í þeim hluta.

Tilboð lesin

 

Hafnarfjarðarbær er nú að fara yfir tilboðin og meta tilboðin.

Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði hefur vaxið síðustu misseri og er nú svo komið að íbúar eru orðnir rúmlega 29.000 talsins. Breytingar á skipulagi í Hafnarfirði og uppbygging innviða hefur miðað að því að svara þessari auknu eftirspurn eftir húsnæði.

Áfangi tvö í nýju íbúðarhverfi í Skarðshlíð hefur undirgengist töluverðar skipulagsbreytingar síðustu mánuði. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði tilbúnar til afhendingar  og framkvæmda síðla hausts 2017. Dregið var úr fjölda einbýlishúsalóða í hverfinu og þess í stað fjölgað tvíbýli, þríbýli og fjórbýli. Íbúðum var þannig fjölgað úr 133 í 154 til að svara vaxandi þörf á markaði.

Húsagötum var breytt í vistgötur sem þýðir m.a. að unnið er ítarlega með nýtingu gatnarýmis og ásýnd auk þess sem komið er fyrir djúpgámum í stað sorptunna við hvert hús. Vistgötur hafa líka þann eiginleika að að bæta hljóðvist og eru til þess fallnar að efla samfélagskennd eða félagslega samheldni í hverfum með því að skapa rými fyrir íbúa sem býður upp á félagsleg samskipti. Ákveðnar lóðir í hverfinu hafa þegar verið teknar frá fyrir nýtt íbúarekið leigufélag í Hafnarfirði sem hefur það að markmiði að lækka leiguverð, draga úr yfirbyggingu og auka aðkomu og þátttöku íbúa sjálfra. Hvatinn á bak við verkefni er að bregðast við þörf á öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði.

Heimild: Hafnarfjarðarbær