Home Fréttir Í fréttum 04.04.2016 Sveitarfélagið Vogar. Gatnagerð á Miðsvæði

04.04.2016 Sveitarfélagið Vogar. Gatnagerð á Miðsvæði

249
0

Sveitarfélagið Vogar hefur óskað eftir tilboðum í gatnagerð í fyrirhuguðu íbúðahverfi á Miðsvæði. Um er að ræða fyrsta áfanga verkefnisins.

<>

Verkið er fólgið í gatnagerð í nýju íbúðahverfi á Miðsvæði í Vogum; uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingar í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, leggja lagnir vegna götulýsingar, reisingu ljósataura, útlagning jöfnunarlags undir malbik, malbikun, tengja lagnir við núverandi lagnir og annað það sem kemur fram á uppdráttum, í verklýsingu og magnskrá.

Helstu magntölur eru u.þ.b:
Uppúrtekt       2000 m³
Fyllingar       3800 m³
Malbik        2400 m²
Fráveitulagnir         800 m
Vatnslagnir         440 m

Tilboð verða opnuð þann 4. apríl næstkomandi og verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. september 2017.

Heimild: Sudurnes.net