Home Fréttir Í fréttum Áhyggj­ur af framtíð Fram-svæðis­ins í Safamýri

Áhyggj­ur af framtíð Fram-svæðis­ins í Safamýri

444
0
Mynd: Fram.is

Íbúar og for­eldr­ar í Safa­mýr­ar­hverfi hafa marg­ir áhyggj­ur af því að brott­för Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Fram úr hverf­inu þýði að stór hluti íþrótta­svæðis­ins verði notaður til að þétta og stækka íbúa­byggð á svæðinu. Borg­in hafi sýnt í lang­dregnu flutn­ings­ferli fé­lags­ins að ekki sé alltaf staðið við gerða samn­inga.

<>

„Við mun­um tryggja að það verði íþrótt­astarf í Safa­mýri áfram, það er al­veg ljóst. Það er einn af hlut­um samn­ings­ins sem verður á end­an­um und­ir­ritaður,“ sagði Sig­urður Ingi Tóm­as­son formaður Fram í sam­tali við mbl.is í dag. Hins veg­ar hef­ur ekk­ert verið ákveðið um hvaða fé­lag myndi halda utan um það starf.

Knatt­spyrnu­fé­lagið Þrótt­ur hef­ur gjarn­an verið nefnt í því sam­hengi en Gróa Más­dótt­ir, íbúi og for­eldri í Safa­mýr­ar­hverf­inu, seg­ir það hins veg­ar al­veg óljóst hvort fé­lagið hafi áhuga á því. Þá eigi hún börn í fé­lag­inu sem hún eigi erfitt með að sjá að vilji skipta um fé­lag.

Gróa seg­ir að ljóst sé að aðkoma borg­ar­inn­ar að flutn­ing­um Fram sé ekki til þess fall­in að auka traust á gerðum samn­ing­um við borg­ina og í ljósi þess að svæðið sé verðmætt bygg­ing­ar­land sé full ástæða til að hafa áhyggj­ur af því að þar verði byggt þegar fé­lagið hverf­ur al­farið úr hverf­inu.

Íbúa­fund­ur verður hald­inn í dag þar sem full­trú­ar Fram ræða bæði við íbúa í Safa­mýri og Úlfarsár­dal en þangað mun fé­lagið flytja á næst­unni.

 Heimild: Mbl.is