Home Fréttir Í fréttum Ný meðferðar­stöð kom­in und­ir þak

Ný meðferðar­stöð kom­in und­ir þak

132
0
Fram­kvæmd­ir við nýja meðferðar­stöð SÁÁ hafa gengið vel. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Kristjáns­son

Ný meðferðar­stöð SÁÁ í Vík á Kjal­ar­nesi er kom­in und­ir þak. Því verða ekki frek­ari taf­ir á verk­efn­inu vegna veðurs.

<>

„Við erum reynd­ar búin að vera mjög hepp­in með veður. Þegar við verðum búin að byggja nýja húsið verður gamla húsið sem er fyr­ir tekið í gegn og end­ur­nýjað,“ seg­ir Arnþór Jóns­son, formaður SÁÁ.

Hann seg­ir að fram­kvæmd­irn­ar séu á áætl­un og gangi mjög vel. Húsið verður klárað í sum­ar en 40 ára af­mæli SÁÁ verður haldið hátíðlegt í októ­ber.

Ljós­mynd/Ó​laf­ur Kristjáns­son
Ljós­mynd/Ó​laf­ur Kristjáns­son

Þrír millj­arðar úr eig­in vasa

„Þá verður öll okk­ar heil­brigðisþjón­usta hjá SÁÁ kom­in í hús­næði sem við höf­um byggt sjálf og borgað sjálf. Við erum að leggja inn í heil­brigðisþjón­ust­una mörg þúsund fer­metra hús­næði sem kost­ar um þrjá millj­arða,“ seg­ir Arnþór en nýja húsið og það gamla verða sam­an­lagt 3.500 fer­metr­ar.

Ljós­mynd/Ó​laf­ur Kristjáns­son
Ljós­mynd/Ó​laf­ur Kristjáns­son

125 þúsund fer­metra land

„Ég held að þessi bygg­ing sé stærsta og veiga­mesta upp­bygg­ing­in í heil­brigðisþjón­ustu í dag. Hún er öll á veg­um grasrót­ar­sam­taka sem byggja þetta fyr­ir eig­in pen­inga og það er út af fyr­ir sig merki­legt. Við erum með þetta land sem er 125 þúsund fer­metr­ar og þarna eru mikl­ir mögu­leik­ar á að byggja upp heil­brigðisþjón­ustu sem er í fremstu röð.“

Ljós­mynd/Ó​laf­ur Kristjáns­son
Ljós­mynd/Ó​laf­ur Kristjáns­son

 

Eft­ir­meðferð fyr­ir alla sjúk­linga

Að sögn Arnþórs verða tvær meg­in­starfs­stöðvar hjá SÁÁ. Ann­ars veg­ar Vog­ur og hins veg­ar nýja starfs­stöðin þar sem eft­ir­meðferð verður fyr­ir alla sjúk­linga. Eft­ir­meðferðin sem hef­ur verið á Staðar­felli í Döl­um flyst þá yfir í nýja hús­næðið. „Þetta verður allt ann­ars kon­ar aðbúnaður fyr­ir starfs­fólkið og sjúk­ling­ana. Þetta er sér­hannað hús­næði á flott­um stað.“

Ljós­mynd/Ó​laf­ur Kristjáns­son
Ljós­mynd/Ó​laf­ur Kristjáns­son

Heimild: Mbl.is