Erum miklu grimmari en áður
Segir borgarstjóri jafnframt þegar kemur að dagsektum, sem er beitt ef menn fara ekki að lögum. Margt er að takast mjög vel í uppbyggingu í miðborginni, en það verður að passa uppá það smáa, borgin verður að geta komið okkur skemmtilega á óvart og það verður að vera pláss fyrir alls konar fólk.
Búa í ljóninu
Mörður Árnason íslenskufræðingur og Linda Vilhjálmsdóttir skáld hafa búið við Laugaveg 49 frá 1989, í húsi sem var gjarnan kallað ljónið hér áður fyrr, ekki er alveg ljóst hvers vegna, kannski er það tvöfalda þakið, sem er er eins og ljónsmakki, segir Linda. Mörður á sterkar taugar til Laugavegarins en hann bjó þar einnig sem barn og móðir hans bjó í “bleika húsinu” á móti í áratugi. Mörður og Linda kalla 101 Skugga ljótu blokkirnar, enda hafa þær tekið af þeim útsýnið og Linda flettir fasteignablöðunum á vorin og vill komast nær sjónum.
Litlu húsin á Hverfisgötu
Afar lágreist byggð er við Hverfisgötu 65 – 69, og nánast engar byggingaheimildir á því svæði, húsin fá því líklega að standa, enda flest orðin vel yfir 100 ára. Í einu þeirra er HIV Ísland, og þar eyðir Einar Þór Jónsson formaður samtakanna obbanum úr deginum. Hann kann vel við breytingarnar á Hverfisgötunni, og finnst gott að samtökin eru í miðbænum.
Heimild: Ruv.is