Á síðastliðnum árum hafa nýbyggingar á íbúðum verið í sögulegu lágmarki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Greiningar Íslandsbanka um stöðuna á íslenskum húsnæðismarkaði.
Á árabilinu 1970 til 2008 var meðaltali byrjað á 2.000 íbúðum á ári hverju. Á árunum 2005 til 2008 hafði meðaltalið hækkað upp í 4.000 íbúðir á ári.
Hins vegar hefur þetta sama meðaltal snarlækkað frá 2009. Á árunum 2009 til 2014 nam meðaltalið 400 íbúðir árlega. Í skýrslu Íslandsbanka segir að „Hefur því skapast uppsöfnum þörf sökum þess hve lítið var byggt á árunum eftir efnahagsáfallið.“
Greining bankans bendir á að Samtök iðnaðarins hafi áætlað uppsafnaða þörf nýbygginga vegna þessa og telja samtökin að það þurfi um 2.500 til 3.000 íbúðir árlega um þessar mundir.
Hins vegar þá hafi verið byrjað á 1.612 íbúðum árið 2015. Þó hafa ekki mælst fleiri íbúðir á því byggingarstigi frá árinu 2008.
Hægt er að kynna sér helstu niðurstöður skýrslunnar hér.
Heimild: Vb.is