Home Fréttir Í fréttum Ný göngubrú milli Barnaspítala og meðferðarkjarna Nýs Landspítala

Ný göngubrú milli Barnaspítala og meðferðarkjarna Nýs Landspítala

72
0
Mynd: NLSH.is

Brátt hefjast framkvæmdir við nýja göngubrú milli Barnaspítala og meðferðarkjarna. Framkvæmdin nær til smíði, uppsetningar og fullnaðarfrágangs á ytra byrði tengibrúar.

Endanlegur frágangur fer fram samhliða innanhússfrágangi í meðferðarkjarna.

Brúin er í mikilli nálægð við inngang Barnaspítala en gripið verður til umfangsmikilla öryggisráðstafana meðan á framkvæmd stendur til að tryggja öruggt aðgengi að Barnaspítala.

Verktaki er Eykt , og verkið er unnið í nánu samstarfi við Landspítala.

Bílastæði fyrir sjúklinga og aðstandendur Barnaspítala hafa tímabundið verið færð að Kennarahúsinu.

Heimild: NLSH.is