Home Fréttir Í fréttum Breyting og viðgerðir kostuðu 6 milljarða

Breyting og viðgerðir kostuðu 6 milljarða

27
0
Útveggir voru fjarlægðir og byggðir upp aftur, eftir að í ljós kom að viðgerð á þeim var ekki framkvæmanleg. mbl.is/Anton Brink

„Það var mikið áfall þegar alvarlegar rakaskemmdir uppgötvuðust í vesturhúsi síðla árs 2015. Fyrir utan hið augljósa fjárhagslega tjón þá er það grafalvarlegt þegar vinnuaðstaða getur bakað starfsfólki heilsutjón.

Nú erum við komin með frábær ný skrifstofurými í höfuðstöðvum okkar. Þó að kostnaðurinn sé auðvitað mikill erum við með í höndunum frábæran vinnustað og mun betri nýtingu en var á gamla húsnæðinu.“

Þetta segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri um umfangsmiklar viðgerðir og breytingar á húsi Orkuveitunnar við Bitruháls.

Í skriflegu svari Orkuveitunnar vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins kemur fram að kostnaðurinn við framkvæmdina er orðinn 5.980 milljónir króna, sem er 7,3% yfir samþykktum áætlunum. Verkið tekur til 5.500 fermetra af 14.000, sem gerir kostnaðinn um það bil 1,1 milljón á fermetra.

Heimild: Mbl.is