Akraneskaupstaður auglýsir hér með lausar lóðir til umsóknar í Skógarhverfi 3C. Um er að ræða tvær byggingarhæfar raðhúsalóðir við Skógarlund 17 og 19.
Breyting á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 28. október 2025 breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 3C. Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóða hækkar í 0,50. Í samræmi við breytt skipulag eru lóðirnar nú auglýstar lausar til úthlutunar og er hægt að senda inn umsóknir í gegnum 300.akranes.is.
Lóðir í boði
Skógarlundur 17
– Raðhúsalóð
– Heimild fyrir 5 íbúðum
– Lóðarstærð: 1.625,8 m²
– Heimilað nýtingarhlutfall: 0,50
Skógarlundur 19
– Raðhúsalóð
– Heimild fyrir 5 íbúðum
– Lóðarstærð: 1.625,8 m²
– Heimilað nýtingarhlutfall: 0,50
Reglur um úthlutun
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða.
Ef fleiri en einn umsækjandi sækir um sömu lóð verður dregið um úthlutun.
Umsóknir
Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2025.
Sótt er um rafrænt í gegnum www.300akranes.is við viðeigandi lóð.
Greiða þarf 200.000 kr. umsóknargjald, og skal afrit af greiðslukvittun fylgja umsókn.
Nánari upplýsingar
Allar frekari upplýsingar um lóðir, gjöld, umsóknir, skilmála og önnur tengd gögn má finna á lóðavef Akraneskaupstaðar: www.300akranes.is












