Home Fréttir Í fréttum Ný veglína Suðurlandsvegar að koma í ljós

Ný veglína Suðurlandsvegar að koma í ljós

81
0
Ljósmynd/Hafsteinn Róbertsson

Ný veglína að nýrri Ölfusárbrú og tenging vegar við Suðurlandsveg norðan við Selfoss sést nú vel úr lofti.

Þegar eru undirbúningsframkvæmdir hafnar við nýju brúna og bráðabirgðabrú komin út í eyna frá austurbakkanum. Á eynni mun 60 m hár turn rísa fyrir nýja stagbrú, sem gæti orðið skemmtilegt kennileiti í umhverfinu.

Áætlað er að nýja brúin verði tekin í notkun árið 2028. Umferðarþungi hefur aukist gífurlega á Suðurlandi undanfarin ár. Með nýrri brú mun afkastageta hringvegarins aukast til muna.

Heimild: Mbl.is