Ný veglína að nýrri Ölfusárbrú og tenging vegar við Suðurlandsveg norðan við Selfoss sést nú vel úr lofti.
Þegar eru undirbúningsframkvæmdir hafnar við nýju brúna og bráðabirgðabrú komin út í eyna frá austurbakkanum. Á eynni mun 60 m hár turn rísa fyrir nýja stagbrú, sem gæti orðið skemmtilegt kennileiti í umhverfinu.
Áætlað er að nýja brúin verði tekin í notkun árið 2028. Umferðarþungi hefur aukist gífurlega á Suðurlandi undanfarin ár. Með nýrri brú mun afkastageta hringvegarins aukast til muna.
Heimild: Mbl.is