Sonur Karls Wernerssonar átti um þriðjungshlut í félaginu.
Ekkert fékkst upp í 27 milljón kröfur sem lýstar voru í félagið Akrafell ehf. en skiptum lauk í byrjun vikunnar.
Félagið var lýst gjaldþrota með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur 14. maí síðastliðinn en engar eignir fundust í búinu.
Tilgangur félagsins er þróun fasteigna og bygging, umbreyting, viðhald og rekstur fasteigna, fasteignaumsýsla og eignahald fasteigna, kaup, sala og almenn eignaumsýsla.
Samkvæmt síðasta ársreikningi átti Sjávaríðan ehf. 50% hlut í félaginu en fjárfestirinn Óli Valur Steindórsson á helmingshlut í félaginu á móti Jóni Hilmari Karlssyni, syni Karls Wernerssonar.
Eignarhaldsfélagið VGJ ehf., sem er í eigu Eiríks Vignissonar, átti síðan 17% hlut í félaginu.
Félagið Snæbreið ehf., sem er einnig í 50% eigu Jóns Hilmars, á síðan önnur 17% hlut í félaginu.
Jón Hilmar átti því um 33,3% hlut í félaginu, samkvæmt síðasta ársreikningi.
Yfir 700 milljónir í tekjur árið 2022
Félagið hafði engar rekstrartekjur árið 2023 en var með 715,5 milljónir króna í tekjur árið 2022.
Niðurstaðan 2023 var tap að fjárhæð 334.807 krónur, en árið 2022 skilaði félagið 106 milljónum króna í hagnað.
Eigið fé nam 357,3 milljónum króna í árslok 2023, samanborið við 357,6 milljónir króna í árslok 2022.
Hlutafé að nafnverði var 250,5 milljónir króna og var óbreytt milli ára. Eiginfjárhlutfall stóð í 90,67% í lok árs 2023 en var 93,02% í lok árs 2022.
Enginn arður var greiddur árið 2024.
Heimild: Vb.is