Home Fréttir Í fréttum Ráðast í 600 milljóna framkvæmdir á Ráðhúsi Reykjanesbæjar

Ráðast í 600 milljóna framkvæmdir á Ráðhúsi Reykjanesbæjar

139
0
Ráðhús Reykjanesbæjar. Mynd: Morgunblaðið/Ómar

Úr fundargerð Bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 11.09.2025

Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf.

Sveinn Valdimarsson frá Beim ehf. og Kristinn Jakobsson innkaupastjóri mættu á fundinn.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn gegnum fjarfundabúnað.
Lagt fram minnisblað með niðurstöðum útboðs vegna endurnýjunar ráðhúss Reykjanesbæjar.
Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir að taka eftirfarandi tilboðum í verkhluta 1, 2, 3, 4, 5 og 7.  Í verkhluta 5, innanhússfrágangi, var undanskilið glerveggjakerfi.
Verkhluti 6, innréttingar og búnaður var undanskilinn frá útboði.
Verkhluti Verktaki Tilboðsupphæð
1. Aðstöðusköpun Allt verk   4.305.700
2. Burðarvirki Allt verk   1.973.300
3. Lagnir Blikksmiðja ÁG  21.875.193
3. Loftræsting Blikksmiðja ÁG  78.499.500
4. Raflagnir Nesraf 166.521.746
5. Innanhússfrágangur Allt verk 276.410.882
6. Innréttingar og búnaður
7. Frágangur utanhúss Allt verk  22.073.247
Samtals 571.659.568
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2025.