Úr fundargerð Bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 11.09.2025
Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf.
Sveinn Valdimarsson frá Beim ehf. og Kristinn Jakobsson innkaupastjóri mættu á fundinn.
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn gegnum fjarfundabúnað.
Lagt fram minnisblað með niðurstöðum útboðs vegna endurnýjunar ráðhúss Reykjanesbæjar.
Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir að taka eftirfarandi tilboðum í verkhluta 1, 2, 3, 4, 5 og 7. Í verkhluta 5, innanhússfrágangi, var undanskilið glerveggjakerfi.
Verkhluti 6, innréttingar og búnaður var undanskilinn frá útboði.
Verkhluti 6, innréttingar og búnaður var undanskilinn frá útboði.
Verkhluti | Verktaki | Tilboðsupphæð |
1. Aðstöðusköpun | Allt verk | 4.305.700 |
2. Burðarvirki | Allt verk | 1.973.300 |
3. Lagnir | Blikksmiðja ÁG | 21.875.193 |
3. Loftræsting | Blikksmiðja ÁG | 78.499.500 |
4. Raflagnir | Nesraf | 166.521.746 |
5. Innanhússfrágangur | Allt verk | 276.410.882 |
6. Innréttingar og búnaður | ||
7. Frágangur utanhúss | Allt verk | 22.073.247 |
Samtals | 571.659.568 |
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2025.