Home Fréttir Í fréttum Hafna því að hætta við þrengingu gatnamóta

Hafna því að hætta við þrengingu gatnamóta

22
0
Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ófremdarástand ríki á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls eftir að gatnamótin voru þrengd og tveimur beygjuakreinum lokað. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Til­lögu full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur um að hætta við þreng­ingu gatna­móta Höfðabakka og Bæj­ar­háls var vísað frá á fundi ráðsins fyrr í vik­unni, með fjór­um at­kvæðum Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista­flokks­ins og Flokks fólks­ins gegn tveim­ur at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks­ins. Full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins sat hjá.

Til­lag­an laut að því að fallið yrði frá því að fjar­lægja tvo beygju­vasa, þ.e. hægri beygju, við gatna­mót Höfðabakka og Bæj­ar­háls, þar sem fram­kvæmd­in myndi draga úr um­ferðarflæði og valda veru­leg­um töf­um á um­ferð um téðar göt­ur, ekki síst til og frá Árbæj­ar­hverfi.

Heimild: Mbl.is