Home Fréttir Í fréttum Stærstu íbúðirnar 200 fermetrar

Stærstu íbúðirnar 200 fermetrar

25
0
Áformað er að innrétta íbúðir í húsinu á Laugavegi 77. Þarna var Landsbankinn með sitt stærsta útibú um áraraðir. mbl.is/sisi

Áform um íbúðaupp­bygg­ingu á svo­kölluðum Lands­bankareit við Lauga­veg hafa fengið grænt ljós í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur.

Um er að ræða húsið á Lauga­vegi 77 þar sem um ára­bil var úti­bú Lands­bank­ans. Síðustu ár hef­ur Penn­inn/​Ey­munds­son verið með versl­un í hús­inu auk veit­ingastaðar­ins Ei­ríks­son brass­erie og herrafata­versl­un­ar­inn­ar Karl­manna. Á efri hæðum eru nokk­ur fyr­ir­tæki, t.d. Kerec­is hf.

Húsið er fjór­ar hæðir auk þakhæðar en breyta á efri hæðum þess úr skrif­stof­um í íbúðir. Breytt deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir allt að 28 íbúðum á efri hæðum húss­ins. Íbúðirn­ar verða á bil­inu 40-200 fer­metr­ar. Við breyt­ing­arn­ar verður tækn­i­rými þakhæðar fjar­lægt og þakhæðin stækkuð.

Heimild: Mbl.is