Talið er að kostnaður vegna tafa sem orðið hafa á opnun Vaðlaheiðarganga geti orðið allt að hálfum milljarði króna umfram upprunalegu viðskiptaáætlun ganganna. Vikulegt tekjutap er áætlað um fjörutíu milljónir. Mikill vatnsflaumur úr göngunum er helsta örsök tafanna ásamt því hve bergið er óþétt.
Göngin hafa ekki verið að lengjast nema um þrjátíu til fimmtíu metra á viku að jafnaði. Til samanburðar er venjulegt meðaltal við jarðgangnagerð á Íslandi um fjörutíu til sextíu metra á viku. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga segir að miðað við aðstæður sé þetta eðlilegur hraði, ef takist að slá í gegn í desember, verði hægt að opna göngin í byrjun árs tvöþúsund og átján.
Valgeir á von á því að stofnkostnaður ganganna verði 1,5-2 milljörðum umfram upphaflega áætlun. Það komi þó betur í ljós þegar gangnagröftur er búinn, þegar mestu óvissunni sé lokið.
Heimild: Vikudagur.is