Home Fréttir Í fréttum Borgin ýtir undir hátt lóðaverð

Borgin ýtir undir hátt lóðaverð

46
0
Gunnar Ingi Bjarnason við íbúðareit sem hann byggði á Hlíðarenda. mbl.is/Eyþór

Gunn­ar Ingi Bjarna­son bygg­inga­fræðing­ur greiddi ásamt öðrum rúma tvo millj­arða fyr­ir bygg­ing­ar­lóð á Hlíðar­enda. Hann seg­ir stefnu sveit­ar­fé­lag­anna, ekki síst borg­ar­inn­ar, ýta und­ir lóðar­verð en fyr­ir vikið verði nýj­ar íbúðir dýr­ari.

„Lóðirn­ar eru því dýr­ar og það fylg­ir því mik­il áhætta að fara af stað í svona verk­efni. Ég er bú­inn að vera í þessu í 13 ár en bý vel að því að starfa með mönn­um sem hafa síðustu 40 árin verið að byggja og selja íbúðir. Þannig að menn kunna að sigla í gegn­um svona ástand. Lóðar­verð er orðið hátt og því fylg­ir auk­in áhætta.

Það er víðar hátt en í Reykja­vík. Til dæm­is seld­ust ein­býl­is­húsalóðir í Hnoðraholti á 40-50 millj­ón­ir. Það er því verið að há­marka verð á lóðum í fjár­öfl­un­ar­skyni fyr­ir sveit­ar­fé­lög. Það elt­ir skottið á sér,“ seg­ir Gunn­ar Ingi.

Taka alla áhætt­una
„Ef lóðaverð hækk­ar þá hækk­ar fast­eigna­verðið og koll af kolli. Við sem kaup­um lóðirn­ar tök­um hins veg­ar alla áhætt­una. Þótt við séum ekki í góðgerðar­starfi ger­um við okk­ur grein fyr­ir að við erum að byggja heim­ili fyr­ir fólk en það er hug­ar­far sem manni finnst stund­um vera á und­an­haldi,“ seg­ir Gunn­ar Ingi.

Nán­ar er rætt við hann um íbúðamarkaðinn í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is