Home Fréttir Í fréttum Þróun fjölnotahúss á Veðurstofureit – kauptilboð í byggingarrétt

Þróun fjölnotahúss á Veðurstofureit – kauptilboð í byggingarrétt

50
0

Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að hanna, byggja og reka fjölnotahús á Veðurstofureit.

Með fjölnotahúsi er átt við bílastæðahús ofanjarðar með að minnsta kosti 192 stæðum og möguleika á verslun og þjónustu á neðri hæðum og íbúðum eða annarri þjónustu á efri hæðum. 

Hámarks byggingarmagn er u.þ.b.6500 m2 og grunnflötur byggingar 1250 m2.

  • Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn fyrir áhugasama aðila mánudaginn 24. mars kl. 14.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á athafnaborgin@reykjavik.is

Í framhaldi af fundinum mun Reykjavíkurborg auglýsa eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir fjölnotahúsið á lóðinni. Ekki er um hefðbundna úthlutun á byggingarrétti að ræða heldur verður jafnframt leitað eftir hugmyndum um fyrirhugaða starfsemi á lóðinni, áætlað byggingarmagn, metnað í hönnun,  viðskipta- og rekstrarmódel, teymi verkefnis og fleiri þætti sem nýtast við að meta vænlegustu framtíðarverkefnin.

Heimild: Reykjavíkurborg