Home Fréttir Í fréttum Opið fyrir tilboð í lóðir í Vatnsendahvarfi

Opið fyrir tilboð í lóðir í Vatnsendahvarfi

17
0
Vatnsendahverfi í Kópavogi. Ljósmynd/Kópavogsbær

Opnað hef­ur verið fyr­ir til­boð í lóðir í öðrum áfanga í Vatns­enda­hvarfi í Kópa­vori. Í öðrum áfanga verður út­hlutað lóðum fyr­ir ein­býl­is­hús, par­hús, kla­sa­hús og fjöl­býli.

<>

Í til­kynn­ingu frá Kóðavogs­bæ kem­ur fram að hægt sé að skila inn til­boðum í fjór­ar vik­ur, frá 23.janú­ar til 20.fe­brú­ar í gegn­um útboðsvef Kópa­vogs­bæj­ar, Tend­sign.is.

Gert ráð fyr­ir fal­leg­um græn­um svæðum
„Við erum mjög spennt að fá nýtt hverfi í Kópa­vog­inn og fund­um það í fyrsta áfanga að það er mik­ill áhugi, enda góð staðsetn­ing á frá­bær­um út­sýn­is­stað í ná­lægð við mikla nátt­úru­feg­urð. Hverfið verður ekki þétt byggt og gert ráð fyr­ir fal­leg­um græn­um svæðum sem flæðir vel í gegn­um hverfið,“ er haft eft­ir Ásdísi Kristjáns­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Kópa­vogs, í til­kynn­ing­unni.

Hún seg­ir að lög verði áhersla fjöl­breytta byggð í Vatns­enda­hvarfi með góðum sam­göngu­teng­ing­um fyr­ir alla ferðamáta. Þá muni íbú­ar njóta góðs af þeirri þjón­ustu sem fyr­ir er í nærum­hverf­inu auk þess sem reist­ur verður leik­skóli og grunn­skóli fyr­ir 1. til 4. bekk í hverf­inu.

Í Vatns­enda­hvarfi verða 500 íbúðir í fjöl­býli og sér­býli og fell­ur byggðin vel að ná­grenn­inu. Lögð er áhersla á sjálf­bæra og um­hverf­i­s­væna byggð og góðar sam­göngu­teng­ing­ar fyr­ir ak­andi, hjólandi og gang­andi veg­far­end­ur. Stefnt er að því að lóðir í öðrum áfanga verði bygg­ing­ar­hæf­ar í sept­em­ber 2025.

Hald­inn verður kynn­ing­ar­fund­ur 30.janú­ar fyr­ir þau sem þurfa nán­ari upp­lýs­ing­ar og aðstoð um Tend­sign. Fund­ur­inn verður hald­inn í Bóka­safni Kópa­vogs og stend­ur yfir frá 16.00 til 18.30

Heimild: Mbl.is