Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Eyjafjarðarsveit. Viðbygging við Hrafnagilsskóla efri hæð, íþróttamiðstöð og breytingar...

Opnun útboðs: Eyjafjarðarsveit. Viðbygging við Hrafnagilsskóla efri hæð, íþróttamiðstöð og breytingar rýmis

251
0
Viðbygging við Hrafnagilsskóla

Úr fundargerðs Framkvæmdaráðs Eyjafjarðarsveitar þann 09.12.2024

<>
Hrafnagilsskóli viðbygging – útboð á byggingu efri hæðar
Farið var yfir tilboð sem bárust í viðbyggingu efri hæðar á Hrafnagilsskóla og verkum því tengdu sem opnuð voru á skrifstofu Verkís þann 11.desember klukkan 2024.
Þrjú tilboð bárust frá tveimur aðilum. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 663, 1 milljón króna. Tilboð Land og verk reyndist 151% af kostnaðaráætlun. Tvö tilboð bárust frá B.Hreiðarssyni, annarsvegar upp á 121% af kostnaðaráætlun og síðan frávikstilboð sem reyndist 116% af kostnaðaráætlun.
Framkvæmdaráð þakkar bjóðendum fyrir vinnu við tilboðsgerð og Verkís fyrir undirbúning útboðs og yfirferð tilboða.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við B. Hreiðarsson.