Úr fundargerð Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 04.12.2024
Tilboð í steypu, kambstál og einangrun
Hinn 15. nóvember 2024 voru auglýst tvö sjálfstæð útboð, steypa og kambstál og einangrun fyrir byggingu íþróttamiðstöðvar í Árnesi. Opnun tilboða fór fram 2. desember.
———————————————————————————–
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: Steypa:
Steypustöðin ehf, kt. 660707-0420 35.588.880 kr.
B.M. Vallá ehf, kt. 450510-0680 30.652.000 kr.
Kostnaðaráætlun verksins nam 31.742.400 kr.
———————————————————————————–
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: Kambstál og einangrun:
Húsasmiðjan ehf, kt. 551211-0290 11.046.227 kr.
Land og verk ehf, kt. 5109140230 15.978.573 kr.
Byko ehf, kt. 460169-3219 11.523.008 kr.
Kostnaðaráætlun verksins nam 13.913.100 kr.
———————————————————————————–
Í útboðsskilmálum kom fram að við val á tilboðum muni verkkaupi miða við lægsta verð en að við val á tilboðum verði einungis litið til gildra tilboða frá bjóðendum sem uppfylla kröfur í kafla 0.1.3 í útboðsgögnum ásamt öðrum kröfum sem gerðar voru í útboðsgögnunum. Eftir yfirferð tilboða uppfylla allir lægstbjóðendur kröfur sem settar voru á bjóðendur.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði B.M. Vallá ehf að upphæð 30.652.000 kr. í steypu og að taka tilboði Húsasmiðjunnar ehf. að upphæð 11.046.227 kr. í kambstál og einangrun.