Eins og vegfarendur um Hringbraut hafa án efa veitt eftirtekt hefur klæðning á meðferðarkjarnanum gjörbreytt svipmóti byggingarinnar.
Núna er svo komið að á austasta hluta byggingarinnar, sem kallast stöng 1, eru útveggjaeiningarnar í uppsetningu en verkinu er nánast lokið á vestari hlutanum.
Á myndinni hér að ofan sést hvar sérfræðingar verktakans hafa komið fyrir útveggjaeiningum á næst neðstu hæðinni og festingar komnar á allan austurgaflinn.
Það fer því að líða að því að yfirbragð byggingarinnar verði nánast fullmótað.
Sjá myndskeið tekið þann 17. október sl.
Heimild: NLSH.is