Home Fréttir Í fréttum 04.11.2024 Útboð Iðnmeistarar við byggingu íþróttahúss

04.11.2024 Útboð Iðnmeistarar við byggingu íþróttahúss

319
0
Tölvumynd af íþróttahúsinu sem er í byggingu í Árnesi.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur býður út iðnmeistara við byggingu á íþróttamiðstöð í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

<>

Útboðin eru þrjú sjálfstæð útboð:

Rafmagn – iðnmeistari

Pípulagnir – iðnmeistari

Múrari – iðnmeistari

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með föstudeginum 18. október 2024. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Harald Þór Jónsson með tölvupósti á netfangið haraldur@skeidgnup.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og óska eftir hvaða útboð þeir vilja fá upplýsingar um og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps Árnesi, 804 Selfossi fyrir kl. 12:00 mánudaginn 4. nóvember 2024, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Heimild: Skeidgnup.is