Home Fréttir Í fréttum Reitir kaupa fasteignir í Kópavogi fyrir 1,7 milljarða

Reitir kaupa fasteignir í Kópavogi fyrir 1,7 milljarða

129
0
Guðni Aðal­steins­son, forstjóri Reita Ljósmynd: Eyþór Árnason

Kaupin verða að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé.

<>

Reitir fasteignafélag hefur undirritað samkomulag um kaup félagsins á fasteignum í atvinnuhúsnæði að Tónahvarfi 3 í Kópavogi.

Heildarvirði kaupanna er 1,7 milljarðar króna sem verður að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Tónahvarf 3
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fasteignirnar eru um 3.750 fermetrar að stærð og hýsa rekstur nokkurra leigutaka. Áætlað er að afhending fasteignanna muni fara fram 1. desember næstkomandi.

Afhending muni fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt, en m.a. eru gerðir fyrirvarar um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki stjórnar Reita.

Tónahvarf 3
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Leigutekjur fasteignanna á ársgrunni nema um 150 milljónum króna og leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 120 milljónir á ársgrundvelli.

Þess má geta að Reitir undirrituðu í lok september samkomulag um kaup á iðnaðarhúsnæði við Vesturvör 32b og tveim verslunarrýmum að Hafnarbraut 13b og 15c í Kópavogi fyrir 2,3 milljarða króna.

Þá gekk fasteignafélagið á dögunum frá kaupum á tæplega 2.500 fermetra húsnæði við Urriðaholtsstræti 2 fyrir 1,5 milljarða króna.
Heimild: Vb.is