Home Fréttir Í fréttum Íbúðir ofan á Bensínsöluna Klett í Vestmannaeyjum?

Íbúðir ofan á Bensínsöluna Klett í Vestmannaeyjum?

70
0

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku kenndi ýmissa grasa þar á meðal tillaga af breytingu á nýtingu á lóð fyrir Strandveg 44 þar sem Bensínsalan Klettur stendur.

<>

Tillagan fellst í því að núverandi hús verði fjarlægt og byggð nýbygging með bílakjallara. Hlutverk jarðhæðar myndi haldast óbreytt og starfsemin þar áfram tengjast þjónustu og atvinnurekstri.

Á annari til fjórðu hæðar yrðu staðsettar íbúðir. Bílakjallari myndi þjóna íbúðum með innkeyrslu frá Skólavegi.

Stigahús myndi tengja allar hæðir og gætu íbúar gengið inní ibúðir frá Strandvegi sem og bílakjallara. Gestir og almenningur gengju inn frá Strandvegi. Áætlaður fjöldi íbúða væri á milli 10-12.

Ráðið fól skipulagsfulltrúa umsjón með gerð tillögu að breyttu deiliskipulagi Hafnarsvæðis H-1 við Strandveg 44.

Hér á neðan má sjá myndband af hugmyndavinnu af hugsanlegu húsi.

Heimild: Tigull.is