Home Fréttir Í fréttum Bæjarfélagið reynir að selja fasteignina

Bæjarfélagið reynir að selja fasteignina

52
0
Hjúkrunarheimilið stendur við sjúkrahúsið á Ísafirði. Ljósmynd/VSÓ ráðgjöf

Ísa­fjarðarbær freist­ar þess að selja fast­eign­ina þar sem hjúkr­un­ar­heim­ilið Eyri er rekið. Starf­semi hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins verði óbreytt en rekst­ur fast­eigna sé ekki heppi­leg­ast­ur hjá sveit­ar­fé­lag­inu en málið hef­ur verið í deigl­unni um tíma.

<>

„Nú erum við form­lega að kalla eft­ir því hvort sér­hæfð fast­eigna­fé­lög hafi áhuga á að hasla sér völl hérna fyr­ir vest­an. Við erum vongóð um að góð lend­ing ná­ist í mál­inu,“ seg­ir Gylfi Ólafs­son formaður bæj­ar­ráðs, en ákvörðun í mál­inu gæti legið fyr­ir á þessu ári.

„Gild­is­tími aug­lýs­ing­ar­inn­ar er mánuður sem er ör­ugg­lega pass­legt miðað við um­fangið. Ef til þess kæmi að selja fast­eign­ina þá áskilj­um við okk­ur tíma eft­ir það til að fara yfir gögn­in og ganga frá mál­inu með samþykkt bæj­ar­stjórn­ar. Loka­ákvörðun gæti því verið tek­in í nóv­em­ber eða des­em­ber.“

For­dæmi á Seltjarn­ar­nesi
Ísa­fjarðarbær rek­ur fast­eign­ina en Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða rek­ur hjúkr­un­ar­heim­ilið. Gylfi legg­ur áherslu á að hlut­verk hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins breyt­ist ekki og eign­ar­hald hús­næðis­ins hafi ekki áhrif á íbúa heim­il­is­ins.

„Hjúkr­un­ar­heim­ilið verður áfram rekið af Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða og stofn­un­in hef­ur verið upp­lýst um málið á öll­um stig­um. Auk þess er þetta í fullu sam­ræmi við stefnu stjórn­valda að öðru leyti um eign­ar­hald á hús­næði hjúkr­un­ar­heim­ila.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu á sl. laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is