Home Fréttir Í fréttum Armar hagnast um 932 milljónir

Armar hagnast um 932 milljónir

103
0
Ljósmynd: Eyþór Árnason

Félagið hefur hagnast um 2,2 milljarða á síðustu þremur árum. Arðgreiðsla til tveggja hluthafa félagsins er óbreytt milli ára.

<>

Armar, sem sér­hæfir sig í út­leigu vinnu­véla og tækja, hagnaðist um 932 milljónir króna í fyrra saman­borið við 820 milljónir árið á undan. Á síðustu þremur árum hefur fé­lagið hagnast um 2,2 milljarða króna.

Líkt og í fyrra á­kvað stjórn að greiða út 150 milljónir króna í arð á árinu.

Armar er í 65% eigu Auðuns S. Guð­munds­sonar, sem er fram­kvæmda­stjóri fé­lagsins, og 35% eigu Péturs Bjarna­sonar, sem er stjórnar­for­maður fé­lagsins.

Rekstrar­tekjur fé­lagsins jukust um rúm­lega 400 milljónir á milli ára og námu tæp­lega 3,9 milljörðum króna í fyrra.

Eignir sam­stæðunnar voru bók­færðar á 7,9 milljarða króna og var eigið fé 3,8 milljarðar í árs­lok í fyrra.

Skjáskot af Vb.is

Rekstrar­hagnaður fyrir af­skriftir og fjár­magns­liði (EBITDA) jókst um 25,8% á milli ára og nam 2,3 milljörðum í fyrra.

„Armar ehf. og dóttur­fé­lög hafa náð góðum árangri á undan­förnum árum og má vænta þess að svo verði á­fram að öllu ó­breyttu en ekki eru fyrir­hugaðar breytingar á starf­semi sam­stæðunnar í nánustu fram­tíð. Vel­gengni sam­stæðunnar byggist að miklu leyti á stöðu bygginga­geirans hverju sinni,“ segir í skýrslu stjórnar.

Meðal­fjöldi starfs­manna sam­stæðunnar á árinu um­reiknaður í heils­árs­störf (árs­verk) var 30 og fjölgaði um 1 milli ára.

Heimild: Vb.is