Home Fréttir Í fréttum 10.10.2024 Endurnýjun bryggju – Noregur/NATO

10.10.2024 Endurnýjun bryggju – Noregur/NATO

145
0
Bogen-Evenes

Mannvirkjastofnun norska varnarmálaráðuneytisins (Forsvarsbygg) óskar eftir þátttakendum í útboð á endurnýjun á RO-RO bryggju á Bogen flotastöðinni í norður-Noregi. Útboðið er opið öllum aðildaþjóðum Atlantshafsbandalagsins og fylgir „National Competitive Bidding Plus“ (NCB+) fyrirkomulagi Bandalagsins.

<>

Verkþættir útoðsins eru meðal annars:

  • Viðgerð burðarvirkis í kringum bryggju, þ.m.t. viðgerð véla- og tæknibúnaðar
  • Uppsetning katþósks varnarbúnaðar
  • Endurnýjun fríholta/fendera
  • Endurnýjun viðlegukants
  • Endurnýjun malbiks og annar yfirborðsfrágangur
  • Tengingar við aflgjafa og önnur rafmagnsvinna
  • Önnur tilheyrandi jarðvinna

Listi verkþátta er ekki tæmandi

Áætlað er að samningur sé undirritaður í Desember 2024 og að framkvæmdir hefjist stuttu síðar. Verklok eru áætluð í Desember 2026.

Fyrirtæki sem hafa áhuga þurfa að gangast forskoðun áður en þeim er boðið að skoða verkskjöl hér: Bogen – Refurbish NATO RORO Jetty RORO Jetty – Invitation to tender

Útboðsauglýsingu má finna hér https://ted.europa.eu/en/notice/-/detail/542715-2024