Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun dreifingarmiðstöðvar ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík. Samhliða þeim er unnið að endurbótum á skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins. Samanlagður kostnaður við þessar framkvæmdir er ríflega 500 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra ÁTVR er um að ræða 1.400 fermetra viðbyggingu við núverandi dreifingarmiðstöð, stálgrindarhús á einni hæð. Verkið var boðið út síðasta haust en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rétt tæpar 550 milljónir króna. Sjö tilboð bárust og því lægsta var tekið, frá K16 ehf. upp á ríflega 494 milljónir króna. Að sögn Sigrúnar eru áætluð verklok í apríl 2025.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is