Home Fréttir Í fréttum Búið að opna fyrir umferð á Kringlumýrarbraut og fjarlægja brak skiltabrúarinnar

Búið að opna fyrir umferð á Kringlumýrarbraut og fjarlægja brak skiltabrúarinnar

75
0
Mynd frá vettvangi í morgun RÚV – Ragnar Visage

Vörubíll sem ók með pallinn uppreistan ók niður stóra skiltabrú á tíunda tímanum. Búið að er fjarlægja vörubílinn og skemmdu skiltabrúna. Umferð stöðvaðist um tíma vegna þess.

<>
Mynd frá vettvangi í morgun
RÚV – Ragnar Visage

Lögregla hefur opnað á ný fyrir umferð við Kringlumýrarbraut og fjarlægt vörubílinn og brak skiltabrúarinnar sem hann ók niður.

Mynd frá vettvangi í morgun
RÚV – Ragnar Visage

Vörubíll sem ók með pallinn uppreistan ók niður stóra skiltabrú á tíunda tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Skiltabrúin er mikil og þung og hrundi niður. Engin slys urðu á fólki og lögregla lokaði fyrir umferð í um klukkutíma.

Mynd frá vettvangi í morgun RÚV – Ragnar Visage

Lögregla segir of algengt að mannsvirki skemmist vegna farms eða bifreiða sem ná of hátt upp.

Heimild: Ruv.is