Home Fréttir Í fréttum Vilja nýtt íbúðasvæði í Úlfarsárdal

Vilja nýtt íbúðasvæði í Úlfarsárdal

95
0

„Þetta er ánægju­leg stefnu­breyt­ing hjá Reykja­vík­ur­borg og mik­il­vægt að sú kyrrstaða í hús­næðismál­um sem vinstri meiri­hlut­inn í borg­inni hef­ur viðhaldið und­an­far­in ár verði rof­in, ekki síst í ljósi þess mikla hús­næðis­skorts sem rík­ir á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

<>

Til þeirra tíðinda dró á fundi borg­ar­stjórn­ar sl. þriðju­dag að til­lögu sjálf­stæðismanna um aukna upp­bygg­ingu í Úlfarsár­dal var vel tekið og var samþykkt með öll­um greidd­um at­kvæðum gegn einu að vísa henni til átaks­hóps um hús­næðis­upp­bygg­ingu í borg­inni. Það var borg­ar­stjóri sem lagði til þá málsmeðferð, en borg­ar­full­trúi Vinstri grænna var því einn and­víg­ur.

Samþykkt­in lýt­ur að því að haf­ist verði handa við skipu­lagn­ingu íbúðarsvæðis við Halla og í Hamra­hlíðalönd­um í Úlfarsár­dal og byggt verði á samþykktu deili­skipu­lagi fyr­ir svæðið frá ár­inu 2007 sem verði upp­fært eft­ir þörf­um. Fela á um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að end­ur­skoða gild­andi deili­skipu­lag og ann­ast aðra skipu­lags­vinnu.

„Það er mik­ill skort­ur á íbúðar­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu og brýnt að skoðaðar verði all­ar leiðir til að auka lóðafram­boð fyr­ir íbúðar­hús­næði. Reykja­vík­ur­borg á mikið land sem auðvelt er að skipu­leggja fyr­ir íbúðarbyggð með skömm­um fyr­ir­vara.

Borg­in get­ur brugðist mynd­ar­lega við því erfiða ástandi sem rík­ir á hús­næðismarkaði og á að gera það án taf­ar. Stór­aukið fram­boð lóða fyr­ir íbúðar­hús­næði yrði mik­il­vægt fram­lag til lausn­ar hús­næðis­vand­ans sem er nauðsyn­legt að bregðast við, enda um bráðavanda að ræða,“ seg­ir Kjart­an.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is