Alls voru 57 íbúðahúsalóðir nýskráðar í janúar og febrúar, en þar af voru 34 lóðir nýskráðar á Akureyri. Þetta kemur fram í upplýsingum úr lóðaskrám sveitarfélaga.
Samkvæmt lóðaskránum komst ekkert annað sveitarfélag nálægt Akureyri í nýskráningum íbúðahúsalóða.
Næst mest var fjölgunin í Hveragerði, þar sem 8 nýjar íbúðahúsalóðir voru skráðar, en Ölfushreppur og Miklaholtshreppur bættu svo hvort við sig tveimur nýjum íbúðahúsalóðum.
Lóðum fyrir sumarbústaði fjölgaði einnig um 38 á fyrstu tveimur mánuðum ársins, en þar af voru 16 í Grímsnesi. Einnig voru 8 sumarhúsalóðir nýskráðar í Grafningi og 4 á Þingvöllum.
Lóðum fyrir atvinnuhúsnæði fjölgaði um 52, en þar af var fjölgunin mest á Blönduósi og í Garðabæ, þar sem þeim hvort sveitarfélagið bætti við sig 5 nýjum lóðum.
Heimild: HMS.is