Home Fréttir Í fréttum Síðasta sperran er risin

Síðasta sperran er risin

170
0
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, ásamt forsvarsmönnum Hauka og verktaka. Mynd/Hafnarfjörður

Bæj­ar­full­trú­ar í Hafnar­f­irði, for­svars­menn Hauka og verk­tak­ar fögnuðu því sam­an í gær að síðasta sperr­an í nýtt knatt­hús Hauka að Ásvöll­um er ris­in.

<>

Fram kem­ur á vef Hafn­ar­fjarðarbæj­ar að af því til­efni var haldið reisu­gildi en knatt­hús Hauka verður upp­hitað fjöl­nota íþrótta­mann­virki. Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði, tók fyrstu skóflu­stung­una að knatt­húsi Hauka 12. apríl 2021 á 90 ára af­mæl­is­degi knatt­spyrnu­fé­lags­ins.

Um helm­ing­ur verks­ins er að baki stefnt er að því að taka húsið í notk­un í des­em­ber og mun knatt­húsið geta hýst leiki í efstu deild. Loft­hæðin er mest 20 metr­ar og mun það taka hátt í 900 manns í sæti.

Heimild: Mbl.is