Home Fréttir Í fréttum Stjórnin segir kostnaðar­eftir­lit hafa brugðist

Stjórnin segir kostnaðar­eftir­lit hafa brugðist

105
0

„Þá hefur stjórnin þungar áhyggjur af því að verkefnið frestist óhóflega.“

<>

Stjórn Land­spít­al­ans tel­ur að Kmeð framkvæmdinni á nýja Landspítalanum á Hringbraut hafi brugðist.

Jafnframt telur stjórnin að skort hafi fagþekkingu af rekstri og uppbyggingu sjúkrahúsa innan verkefnisins.

„Stjórnin lýsir yfir áhuga á að beita sér fyrir því að færa verkefnið til betri vegar svo að ákjósanleg niðurstaða verði fyrir spítalann og þjóðina,“ segir í bókun stjórnar á fundi frá því í lok janúar en mbl.is greindi frá málinu í morgun.

Á fundinum upplýsti Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, stjórnina um áskoranir í uppbyggingu nýs Landspítala og aðkomu spítalans að verkefnum sem tengjast áætlanagerð uppbyggingarinnar.

Farið var yfir framkvæmdir og stöðu verkefna í nýjum meðferðakjarna, rannsóknarhúsi, nýbyggingu við Grensás og bílastæða- og tæknihúsi, Sóleyjartorgi.

Í fundargerðinni kemur fram að rætt hafi verið um áhyggjur varðandi kostnað verkefnisins „og að það muni koma niður á verkefninu, en nú þegar hefur verkefnið dregist saman umtalsvert frá upphaflegum áætlunum“.

Á fundinum voru einnig viðraðar áhyggjur um skiptingu ábyrgðasviða í verkefninu og skort á aðkomu sérfræðinga Landspítala.

„Stjórn telur að þörf sé fyrir því að spítalinn og stjórn hans hafi fullan aðgang að gögnum er varða þróun uppbyggingar nýs Landspítala,“ segir í bókun stjórnar.

„Stjórnin telur stjórnskipulag verkefnisins ekki til þess fallið að tryggja að sjónarmið spítalans séu ætíð höfð að leiðarljósi við uppbygginguna og þannig sjónarmið framtíðarsjúklinga spítalans. Þá hefur stjórnin þungar áhyggjur af því að verkefnið frestist óhóflega.“

Heimild: Vb.is