Home Fréttir Í fréttum Þörf fyrir tæplega 2 þúsund íbúðir á Akureyri næstu tíu árin

Þörf fyrir tæplega 2 þúsund íbúðir á Akureyri næstu tíu árin

74
0
Mynd: HMS.is

Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024. Nýja húsnæðisáætlunin gerir ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins verði tæplega 23 þúsund talsins árið 2033, sem eykur íbúðaþörf um tæplega 2 þúsund.  Fjölga þyrfti íbúðum í byggingu umtalsvert til að sinna fyrirhugaðri íbúðaþörf. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar.

<>

Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu hefur aukist um 3,5% frá árinu 2021. Samkvæmt miðspá um mannfjöldaþróun þá áætlar Akureyrarbær að mannfjöldi þar aukist um 11,6% næstu 10 árin.

Miðað við áætlaða fjölgun íbúa Akureyrarbæjar er áætlað að þörf verði fyrir um 195 íbúðir á ári, 975 íbúðir á næstu 5 árum og 1.951 íbúðir á næstu 10 árum sem er sama áætlun og gert var ráð fyrir í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2023.

Nánar um málið á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar.

Heimild: Kaffid.is