Uppsteypa bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sem staðsettur er á milli meðferðarkjarna og fyrirhugaðrar byggingar dag, göngu og legudeildar Landspítalans, gengur vel að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar staðarverkfræðings hjá NLSH.
ÞG Verk hefur unnið við jarðvinnu og uppsteypu sökkla frá upphafi verks í júní. Uppsteypu sökkla fer að ljúka og fyrirhugað er að steypa botnplötu bílakjallara í september og veggjum kjallara K2.
Samhliða vinnu við undirstöður er unnið við jarðskaut og lagnir í grunni.
Heimild: NLSH.is